Víkingaöld


Víkingaöldin er frægasta tímabilið í sögu norrænna þjóða en jafnframt það blóðugasta. Víkingaöld hófst þegar norrænir víkingar réðust inn í klaustrið í Lindisfarne við strendur Englands árið 793. Endalok víkingatímans eru miðuð við fall Noregskonungsins Haralds harðráða í orrustu við Stafnfurðubryggju eða Stamforde Bridge á Englandi árið 1066.