Freyja

Freyja var gyðja ástar og frjósemi. Hún veitti hjálp í hjónabandi og við fæðingar og jók frjósemi og uppskeru í búskapnum. Freyja var systir Freys sem var frjósemisguð en faðir þeirra var sjávarguðinn Njörður. Bær Freyju hét Fólkvangur og þangað voru allir velkomnir. Freyja ferðaðist um í vagni sem tveir kettir drógu. Hún átti tvo kostagripi, annar var valshamur en ef hún klæddist honum breyttist hún í fugl. Hinn var gríðarlega verðmætt hálsmen sem kallað var Brísingamen og hafði verið smíðað af dvergum.