Persónur

Fjölmargar persónur koma við sögu í Eglu og á ýmsum aldri. Í bókinni eru karlar og konur, börn og gamalmenni. Sumar persónurnar eru ósköp venjulegt fólk, aðrar ofursterkar og jafnvel göldróttar. Svo eru sumar með yfirnáttúrulega hæfileika og geta breytt sér í allra kvikinda líki. Aðalpersónan er þó bara ein, Egill Skalla-Grímsson.