Aðalsteinn Englakonungur

Aðalsteinn er konungur á Englandi og því kallaður Englakonungur. Hann er nú samt enginn engill heldur öflugur bardagamaður. Aðalsteinn ber líka viðurnefnið hinn sigursæli þar sem lið hans er ósigrandi í bardögum. Herlið Aðalsteins er fjölmennt og í því eru bæði enskir menn og útlenskir. Egill og Þórólfur bróðir hans ganga til liðs við Aðalstein og gerast herforingjar hjá honum. Aðalsteinn á fósturson sem heitir Hákon Aðalsteinsfóstri og er bróðir Eiríks blóðöxi. Hákon ræðst gegn Eiríki bróður sínum og þannig verður Aðalsteinn óvinur Eiríks, eins og Egill.