Sagan

Í mjög stuttu máli:
Kjartan, Bolli og Guðrún eru nágrannar og hittast oft. Guðrún og Kjartan eru ekki beint kærustupar en allir reikna með að þau byrji saman. Kjartan ákveður að fara til Noregs og dvelja þar í nokkur ár en gleymir að bera áætlunina undir Guðrúnu. Hún móðgast og vill fara með en hann bannar henni það og biður hana að bíða eftir sér í þrjú ár. Kjartan og Bolli sigla saman til Noregs, slá þar í gegn og Kjartan telst mikil hetja. Hann eignast þar vinkonu eða kærustu sem er systir kóngsins og á bjarta framtíð fyrir sér hjá norsku hirðinni. Að þremur árum liðnum siglir Bolli einn heim, hann heimsækir Guðrúnu og biður hana að giftast sér. Bolli segir að Kjartan komi kannski ekki aftur því hann eigi vingott við systur kóngsins. Guðrún játast Bolla og skömmu síðar kemur Kjartan heim og ætlar giftast henni. Upphefjast þá vandræðin: Bolli elskar Guðrúnu og Kjartan og Bolli eru bestu vinir og frændur. Kjartan er reiður út í Bolla og finnst hann hafa svikið sig. Guðrún er líka reið út í Bolla og finnst hann hafa skrökvað að sér, en hún er enn reiðari Kjartani fyrir að koma of seint. Kjartani finnst hann þurfa að ná hefndum gagnvart Bolla, Bolli reynir lengi vel að halda friðinn en auðvitað snýst allt upp í átök, hefndir og gagnhefndir uns frændurnir berjast upp á líf og dauða.