Héraðssaga

Laxdæla hefst fyrir landnám Íslands en fyrsti hluti hennar fjallar um landnám Unnar djúpúðgu í Dalasýslu. Laxdæla fjallar um afkomendur Unnar og gerist í héraðinu þar sem hún nam land.

Aðalpersónur Laxdælu eru frændurnir Kjartan og Bolli og Guðrún vinkona þeirra. Kjartan er sonur Ólafs pá en móðir hans er Þorgerður Egilsdóttir, dóttir Egils Skalla-Grímssonar. Bolli er sonur Þorleiks Höskuldssonar sem er hálfbróðir Ólafs pá.  Þeir eru því náskyldir. Auk þess alast þeir upp saman því Bolli fer þriggja ára gamall í fóstur til foreldra Kjartans. Guðrún Ósvífursdóttir er hins vegar nágranni þeirra í sveitinni. Hún er mikill töffari og hefur verið gift tvisvar þegar hún vingast við strákana. Úr vináttunni verður ástarþríhyrningur sem endar með blóðsúthellingum.