Velkomin á Laxdæluvefinn

Velkomin á Laxdæluvefinn

Laxdæla hefur öldum saman notið mikilla vinsælda enda er sagan bæði spennandi og rómantísk. Hún er stundum kölluð harmrænasta Íslendingasagan en það merkir að hún er sorglegust. Það tengist því að sagan er ættarsaga og söguhetjurnar berjast við frændur sína og vini. Sigrunum í sögunni fylgir því alltaf mikil sorg.
Aðalsöguhetjurnar eru Kjartan og Bolli og Guðrún vinkona þeirra. Kjartan og Bolli eru frændur, fóstbræður og heimsins bestu vinir. Þeir eru ríkir og glæsilegir og flinkir bardagamenn. Þeir eru þó ekki bara öfundsverðir, við finnum líka heilmikið til með þeim.
Þeir verða nefnilega ástfangnir af sömu stúlkunni, henni Guðrúnu, og berjast að lokum upp á líf og dauða. Laxdæla er því saga um vináttu sem verður að hatri; um ást, afbrýðisemi og gríðarleg átök.