Helgafell

Guðrún Ósvífursdóttir flutti að Helgafelli eftir að Bolli var drepinn. Hún lét gera kirkju þar þegar hún varð gömul. Guðrún dó að Helgafelli og var jörðuð við kirkjuna. Þar er nú minnisvarði með nafninu hennar. Tvær aðrar merkar söguhetjur Laxdælu voru jarðsettar við kirkjuna, Ósvífur faðir Guðrúnar og spámaðurinn Gestur Oddleifsson. Gestur hafði séð ljós yfir Helgafelli og spáð því að staðurinn yrði merkasti staðurinn í sveitinni. Spádómurinn rættist svo sannarlega því stofnað var klaustur að Helgafelli 1184. Þar voru án efa ritaðar margar merkar bækur – og kannski Laxdæla?