Sögusvið

Aðalsögusvið Njálu er á Suðurlandi en flestir atburðirnir tengjast tveimur bæjum, Hlíðarenda og Bergþórshvoli. Næsta byggðarlag við þessa sögulega staði núna er Hvolsvöllur. Leikurinn berst þó mun víðar, til Þingvalla, Orkneyja og Bretlands og alla leið til Rómar.