Íslendingasögurnar snúast um sæmdina, þ.e. hvernig menn verjast og berjast til að viðhalda heiðri sínum. Sæmdin er líka rauði þráðurinn í allri hegðun persónanna í Laxdælu. Kjartan, Bolli og Guðrún eru uppfull af sæmdarhugsjón sem heitar tilfinningar bera uppi. Ást og reiði kalla fram hrekki, hefndir og gagnhefndir og loks blóðuga bardaga milli vina og frændfólks.