Höfundur og aldur

Talið er að Laxdæla hafi verið rituð um miðja 13. öld en ekki er vitað hver gerði það. Sumir segja að Ólafur Þórðarson hvítaskáld hafi skrifað söguna en engin leið er að sanna það. Ólafur var bróðir Sturlu Þórðarsonar sagnaritara en þeir voru bróðursynir Snorra Sturlusonar, frægasta rithöfundar miðalda. Svona hugmyndir snúast því oftar en ekki um að tengja sögurnar við þekkta höfunda á miðöldum. Aðrir segja að Laxæla hljóti að hafa verið skrifuð af konu því margar sterkar konur koma við sögu. Það er heldur ekkert hægt að fullyrða um það.