Ásgerður er fóstursystir Egils og Þórólfs Skalla-Grímssona sem þýðir að hún ólst upp með þeim. Foreldrar hennar sigldu til Noregs en skildu dóttur sína eftir í fóstri að Borg. Ásgerður er jafnaldra Egils og hann er augljóslega snemma orðinn skotinn í henni. Það er hins vegar Þórólfur sem giftist henni og eignast með henni dóttur. Þórólfur deyr ungur og Egill tekur þá að sér að hugsa um ekkjuna og barnið. Ásgerður og Egill gifta sig síðan og
eignast saman fimm börn. Ásgerður erfir mikil auðæfi í Noregi og Egill lendir í hörðum átökum þegar hann fer til að sækja féð.