Kveld-Úlfur

Kveld-Úlfur er faðir Skalla-Gríms og því afi Egils. Í raun heitir hann Úlfur Bjálfason. Úlfur er hamrammur sem merkir að hann getur breytt um ham (skipt um skinn eða breytt sér). Þennan hæfileika erfir Skalla-Grímur sonur hans og síðan hans sonur sem er Egill Skalla-Grímsson. Á kvöldin rennur á Úlf nýr hamur, hann verður styggur eins og úlfur, sem sagt hrikalega skapvondur, og þá getur enginn talað við hann. Þess vegna er hann kallaður
Kveld-Úlfur. Kveld-Úlfur ætlar að nema land á Íslandi með Skalla-Grími en deyr á leiðinni. Hann hverfur því snemma úr sögunni.