Egill Skalla-Grímsson

Egill er aðalperasóna Eglu og fylgst er með honum frá fæðingu þar til hann verður gamall karl og deyr úr elli. Egill er mjög ungur þegar ljóst er að hann verður ljótur og líkur föður sínum og afa. Hann reynist líka verða stór og mikill, sterkur, grimmur og hamrammur eins og þeir, og auðvitað snemma sköllóttur líka. Egill er mjög bráðþroska, hann er bara þriggja ára þegar hann fer aleinn ríðandi langa leið í veislu og yrkir þar sitt fyrsta kvæði. Þá er hann orðinn jafnstór og sex eða sjö ára börn. Þegar hann er sex ára glímir hann við 10 ára leikfélaga sinn og drepur hann með öxi í reiðikasti.

Tólf ára er hann orðinn stór og sterkur  eins og fullorðinn maður. Hann lendir þá í slagsmálum við föður sinn sem endar með því að Skalla-Grímur drepur barnfóstru Egils. Egill fyrirgefur föður sínum þetta aldrei og fer að heiman sumarið eftir, þrettán ára gamall. Egill er því bara unglingur þegar hann fer í víking til útlanda og í mörg ár einkennist líf hans af ránsferðum og bardögum. Loks flytur hann aftur heim til Íslands, tekurvið búinu af föður sínum og gerist bóndi á Borg á Mýrum í Borgarfirði.