Þorgerður brák

Þorgerður brák er fóstra eða barnapía Egils og það er hún sem elur hann eiginlega upp. Þorgerður er keltnesk ambátt sem þýðir að hún kemur frá Bretlandseyjum og er ekki frjáls kona. Henni var rænt af víkingum og fær aldrei að snúa heim aftur. Þorgerður er ákveðin kona og þykir greinilega vænt um Egil. Hún hættir til dæmis á að skamma Skalla-Grím þegar hann í reiðikasti ræðst á Egil. Það kostar hana lífið því Skalla-Grímur eltir hana, snaróður, og fleygir í hana grjóti þar sem hún reynir að synda í burtu. Síðar sýnir Egill hversu mikils virði Þorgerður var honum með því að nefna dóttur sína eftir henni.