Úlfljótslög

Fyrstu lögin á Íslandi voru sett á Alþingi 930. Þau kölluðust Úlfljótslög eftir fyrsta lögsögumanninum. Lögin líkjast helst norskum lögum enda hafði Úlfljótur búið þrjú ár í Noregi, auk þess sem flestir landnámsmennirnir komu þaðan. Lögin voru ekki skrifuð enda var ekki farið að nota ritmál árið 930. Lögsögumaðurinn þurfti að læra lögin utan að og þylja upp á Alþingi. Honum var ætlað að þylja lögin upp í þrennu lagi, þriðjung þeirra á hverju þingi í þrjú ár.