Óðinn

Óðinn var æðstur ásanna. Hann var eineygður því hann hafði gefið annað auga sitt til að öðlast visku. Óðinn var guð visku og skáldskapar en líka stríðs og herkænsku – og galdra því hann var rammgöldróttur. Hann kunni að nota rúnir og þær voru ekki bara ritmál heldur líka galdratæki. Óðinn reið um á áttfættum hesti sem hét Sleipnir og í fylgd með honum voru tveir úlfar, Geri og Freki. Honum fylgdu líka tveir Hrafnar, Huginn og Muninn, sem sögðu honum tíðindi. Þegar Óðinn birtist leit hann út eins og gamall karl í síðum kufli með barðastóran hatt á höfði. Hann lék sér oft að því að dulbúa sig. Óðinn bjó í Valhöll og hann eignaðist því alla menn sem féllu í bardaga. Þar sat hann í hásæti sínu, Hliðskjálf.