Frigg

Frigg var aðalgyðjan í Ásgarði en nafn hennar merkir ást eða hin elskaða.  Hún var eiginkona Óðins og átti með honum tvo syni, Baldur og Hermóð. Frigg verndaði hjónabandið, heimilið og fjölskylduna. Hún vissi örlög allra. Frigg bjó í Fensölum þar sem hún var með ellefu þjónustumeyjar.