Sættir

Í samfélagi víkinganna, þar sem allir voru stöðugt að hugsa um sæmd sína, skipti miklu máli að geta bundið enda á deilur.  Menn urðu að sættast við óvini sína til að koma í veg fyrir að deilurnar og hefndirnar héldu endalaust áfram.  Stundum greiddu menn bætur til að koma í veg fyrir hefnd og stundum gáfu menn hver öðrum gjafir til að undirstrika að vináttan myndi haldast. Það kom líka fyrir að menn giftu börnin sín til að binda enda á deilur. Dóttir manns úr öðru liðinu var þá látin giftast syni manns úr hinu liðinu. Þetta gátu verið ungir krakkar, jafnvel 14-15 ára.