Sögur um víkinga

Miðaldabókmenntirnar gefa okkur mikilvægar upplýsingar um víkinga. Grænlendinga saga og Eiríks saga rauða segja frá ferðum Eiríks rauða og Leifs heppna. Í Íslendingasögunum er sagt frá mörgum víkingum, bæði víkingakonungum og ungum Íslendingum sem fóru í víking. Einu sinni var talið að svona sögur væru fullkomlega sannar. Núna er talið að sögur eins og þessar séu sambland af arfsögum (gömlum sögum af raunverulegum atburðum) og skáldskap. Merkustu heimildirnar um víkingana sem sigldu til Íslands heita Landnáma og Íslendingabók. Ari fróði skrifaði Íslendingabók á 12. öld en ekki er vitað hver skrifaði Landnámu. Í henni eru allir landnámsmennirnir taldir upp og sagt frá fjölskyldum þeirra. Þessar bækur eru ef til vill ekki heldur fullkomlega sannar en þó veita þær mikilvægar upplýsingar um Ísland á víkingaöld.