Hetjur

Í Íslendingasögunum kemur skýrt fram hvernig menn hugsuðu sér hetjur á miðöldum. Hetja var hugrökk, flink að berjast og vildi frekar deyja en að gefast upp. Hetja gekk aldrei á bak orða sinna. Það merkir að hetja sveik aldrei loforð. Hetja var alltaf reiðubúin að verja heiður sinn og fjölskyldu sinnar, jafnvel þó að það hefði í för með sér átök eða bardaga.  Skilgreiningin á hetju er miklu víðari nú til dags og ekki lengur bundin við vopnaða karlmenn.