Heim 5 Víkingaöld 5 Trú og siðir

Trú og siðir

Requested file could not be found (error code 404). Verify the file URL specified in the shortcode.

Flestir víkingar voru ásatrúar, það er þeir trúðu á æsina og ásynjurnar í Ásgarði. Sumir víkingar trúðu þó eingöngu á mátt sinn og megin og enga guði eða gyðjur. Nokkrir víkinganna sem námu land á Íslandi voru kristnir en kristnin breiddist þó ekki út að neinu marki á Norðurlöndunum fyrr en á síðustu áratugum víkingaaldar. Kristni var tekin upp á Íslandi um árið 1000 en hinn heiðni siður (ásatrúin) lifði þó áfram næstu árin meðfram kristninni.