Spurningar úr köflum – Njála

Rifjaðu upp söguna um leið og þú svarar þessum spurningum skriflega. Þær reyna á lesskilning, það er hversu vel þú skildir textann sem þú last. Auðvitað reyna þær líka á minnið – og færni þína í að leita að upplýsingum því þú skalt fletta því upp í bókinni sem þú manst ekki. Ef þú svarar spurningum úr hverjum kafla vel og vandlega þá skilurðu söguna í heild betur.

1. kafli

 1. Lestu lýsinguna á Gunnari á Hlíðarenda. Lýstu honum svo með þínum eigin orðum.
 2. Lestu lýsinguna á Hallgerði. Lýstu henni svo með þínum eigin orðum.
 3. Hvar bjuggu Gunnar og Hallgerður?
 4. Hvernig vopn átti Gunnar?
 5. Hvað varð um fyrri eiginmenn Hallgerðar?
 6. Hvað sagði frændi Hallgerðar um augun í henni?
 7. Hvar hittust Hallgerður og Gunnar fyrst?

2. kafli

 1. Hver var besti vinur Gunnars á Hlíðarenda?
 2. Lestu lýsinguna á Njáli og lýstu honum svo með þínum eigin orðum.
 3. Hverjir bjuggu á Bergþórshvoli?
 4. Hvenær fór Gunnar ekki að ráðum Njáls?
 5. Hvernig kom Hallgerði og Bergþóru saman?
 6. Hvað gerðu Gunnar og Njáll þegar eiginkonur þeirra höfðu látið drepa
  húskarla hvor annarrar?

3. kafli

 1. Fyrir hvað stríddu menn Njáli?
 2. Hvernig frétti Bergþóra af vísunum sem Hallgerður lét yrkja um Njál?
 3. Hvað eru farandkonur?
 4. Skoðaðu lýsinguna á Skarphéðni þegar Bergþóra segir honum frá þessum vísum. Hvernig heldurðu að honum líði?
 5. Hverju svarar Skarphéðinn þegar Njáll spyr hvert hann ætli?
 6. Hvað eru Skarphéðinn og bræður hans í raun og veru að fara að gera?

4. kafli

 1. Hvers vegna var ekki til nægur matur á Hlíðarenda?
 2. Hvert var hlutverk húsmóðurinnar á bænum? (Skoðaðu hliðarefnið).
 3. Hvert var hlutverk húsbóndans? (skoðaðu hliðarefnið).
 4. Til hvaða ráða greip Hallgerður þegar hún sá að ekki var til nægur matur?
 5. Hvernig brást Gunnar við þegar hann uppgötvaði hvað hún hafði gert?
 6. Hvað fannst Hallgerði um þessi viðbrögð?

5. kafli

 1. Hvers vegna var Otkell reiður út í Gunnar?
 2. Hvað gerði Otkell við Gunnar?
 3. Hvað sagði Otkell sem Gunnari þótti svo móðgandi?
 4. Hver fór með Gunnari til að berjast við Otkel?
 5. Hvernig fór bardaginn við Rangá?

6. kafli

 1. Hvað var merkilegt við hundinn Sám?
 2. Hvers vegna vildi Þorgeir ráðast á Gunnnar?
 3. Hvernig fór bardaginn?
 4. Hvernig lauk þessu máli á Alþingi?
 5. Hvernig brást Gunnar við dómnum?

7. kafli

 1. Hvers vegna mega óvinir Gunnars ráðast á hann?
 2. Af hverju verða óvinirnir að losna við hundinn?
 3. Hvað kom fyrir manninn sem sendur var til að kanna hvort Gunnar væri heima?
 4. Hvernig ætlaði Gunnar að laga bogann eftir að strengurinn slitnaði?
 5. Hvernig brást Hallgerður við þegar Gunnar bað hana um hárlokk?
 6. Hvernig lauk bardaganum?

8. kafli

 1. Hvers vegna kenndi móðir Gunnars Hallgerði um dauða hans?
 2. Hvert fluttu Hallgerður og Grani sonur þeirra Gunnars?
 3. Hvað sagði Gunnar í vísunni sem Skarphéðni og Högna heyrðist hann kveða í haugnum?
 4. Hvert sigldu Njálssynir eftir þetta?
 5. Hver kom þeim í vandræði í Orkneyjum og hvernig hefur hann komið við sögu áður?
 6. Hverjum kynntust Njálssynir í ferðinni?

9. kafli

 1. Fyrir hvað vildi Skarphéðinn fá bætur frá Þráni?
 2. Hvernig móttökur fengu Skarphéðinn og menn hans hjá Þráni og Hallgerði? Hvað gerðist?
 3. Hvernig brást Bergþóra við þegar synir hennar sögðu frá móttökunum?
 4. Hvers vegna vildi Bergþóra ekki að Njáll heyrði til hennar þegar hún hvatti
  syni þeirra til hefnda?
 5. Hvernig voru bræðurnir og Kári klæddir þegar þeir lögðu af stað? Lýstu
  vopnunum líka.
 6. Hvenær áður hafði Skarphéðinn sagst ætla í sauðaleit? (Leitaðu í 3. kafla).
 7. Hvernig náði Skarphéðinn að koma Þráni á óvart?
 8. Hvað féll niður á ísinn þegar Þráinn dó?
 9. Skarphéðinn sagði „Tekið hef ég hvolpa tvo“. Hverjir voru hvolparnir?
 10. Hvað gerði Skarphéðinn við unglingana og hvers vegna?
 11. Hvernig brást Njáll við fréttunum af dauða Þráins?

10. kafli

 1. Hvernig reyndi Njáll að koma í veg fyrir hefnd eftir víg Þráins?
 2. Hver var Mörður?
 3. Hvað ráðlagði faðir Marðar honum að gera?
 4. Hvað var Höskuldur að gera þegar Skarphéðinn og félagar réðust á hann?
 5. Hvernig brást Njáll við þegar hann heyrði af vígi Höskuldar? – Hvað
  sagði hann?
 6. Hverju spáði Njáll að myndi gerast?

11. kafli

 1. Af hverju grét Hildigunnur?
 2. Hvað vildi Flosa gera til að hjálpa Hildigunni við eftirmál vígsins?
 3. Hvernig eggjar Hildigunnur Flosa til hefnda?
 4. Hvers vegna gengur Flosa illa að safna liði gegn Njálssonum?
 5. Hvaða unglinga fékk Flosi í lið með sér?

12. kafli

 1. Hvað merkir orðið váboði? (Skoðaðu hliðarefnið).
 2. Hvað sagði Bergþóra að yrði til marks um að eitthvað hræðilegt myndi gerast?
 3. Hvers konar sýnir sá Njáll?
 4. Hvar vildi Njáll verjast?
 5. Hverju lét Skarphéðinn Kára lofa sér?

13. kafli

 1. Hvaða tvo slæmu kosti sagði Flosi að lið hans hefði?
 2. Hvers vegna varð Skarphéðinn reiður þegar hann heyrði í Grana Gunnarssyni?
 3. Hvað notuðu konurnar til að reyna að slökkva eldinn?
 4. Hverjum leyfði Flosi að ganga út úr brennandi bænum?
 5. Hvernig reyndi Helgi Njálsson að komast út?
 6. Hvers vegna sagðist Njáll ekki vilja þiggja boð Flosa um að ganga út úr bænum?
 7. Hver vildi verða eftir hjá Bergþóru og Njáli?
 8. Hvað lét Njáll breiða yfir þau þrjú svo þau fyndust aftur?
 9. Hvað var það síðasta sem Njáll og Bergþóra gerðu?

14. kafli

 1. Hvers vegna var Kári viss um að þeir Skarphéðinn kæmust óséðir út um skálaendann?
 2. Hvers vegna sagðist Skarphéðinn verða kátur ef Kári kæmist á braut?
 3. Hvernig blekkti Kári brennumennina á bæjarhlaðinu?
 4. Hvað gerði Skarphéðinn við Gunnar Lambason?
 5. Hvers vegna komst Skarphéðinn ekki út?

15. kafli

 1. Hvers vegna sagði Flosi mönnum sínum að búast við því versta?
 2. Hvernig litu lík Njáls, Bergþóru og drengsins út?
 3. Hvað hafði Skarphéðinn gert til að bjarga Rimmugýgi?
 4. Hvers vegna varð Kári að hefna brennunnar?

16. kafli

 1. Hvað táknaði ljónið á skildi Kára?
 2. Hvernig er Kára lýst í þessum kafla?
 3. Hvar fékk Kári húsaskjól?
 4. Hvaða fræga frænda átti Valgerður, kona Björns?
 5. Hvað ráðlagði Flosi mönnum sínum að gera?

17. kafli

 1. Hvað sagði Valgerður þegar Björn ætlaði að fara með Kára?
 2. Hvar sagði Kári Birni að vera þegar þeir réðust að óvinaflokknum?
 3. Hvernig fór fyrir Grana Gunnarssyni í bardaganum?
 4. Hvað lagði Björn til að þeir gerðu til að ná óvinunum?
 5. Hvernig lauk bardaganum?

18. kafli

 1. Hvert fór Flosi eftir bardaga Björns og Kára?
 2. Hvers vegna vildi jarlinn refsa Flosa?
 3. Hvernig kom jarlinn fram við Flosa á endanum, refsaði hann honum?
 4. Hvernig sagði Gunnar Lambason frá Njálsbrennu?
 5. Hver urðu endalok Gunnars Lambasonar?
 6. Hvers vegna hlýddi enginn jarlinum þegar hann skipaði að Kári skyldi handtekinn?
 7. Hvar fann Kári síðasta brennumanninn og hvað var hann að gera þegar hann drap hann?
 8. Hvert fóru Flosi og Kári að lokum?
 9. Hvernig voru samskipti Flosa og Kára að lokum?