Föndur og sköpun

  1. Skrifaðu nýja Íslendingasögu! Hugsaðu bæði um efnið og stílinn, það er hvernig sagt er frá. Sagan á ekki að vera lengri en ein síða og hún á auðvitað að vera handskrifuð. Notaðu blek eða feitan tússpenna til að ná gamaldags útliti á skriftina. Pappírinn má gera gamlan og skinnlegan í útliti með einföldum aðferðum, til dæmis með því að leggja hann í bleyti í tei eða þunnu kaffi. Jaðrar (kantar) „skinnblaðsins“ þurfa að vera ójafnir og sums staðar mætti gera göt á blöðin. Stundum skreyttu menn fyrsta stafinn og höfðu hann mjög stóran og litríkan. Stundum gerðu menn litríkar teikningar á spássíuna.