Ritunarverkefni

 1. Mamma Egils litla hittir mömmu Gríms litla skömmu eftir knattleikinn. Egill er þá nýbúinn að drepa Grím. Skrifaðu samtal kvennanna.
 2. Þú ert Egill 12 ára og skrifar Þórólfi bróður þínum bréf þar sem þú lýsir atburðunum sem sagt er frá í 4. kafla (Skalla-Grímur pabbi ykkar hefur drepið Þórð vin þinn og Þorgerði brák fóstru þína).
 3. Þú ert Egill og heyrir að Þórólfur bróðir þinn hafi beðið Ásgerði að giftast sér. Þú sendir Ásgerði bréf, segir henni hvernig þér líður og reynir að sannfæra hana um að hætta við að giftast Þórólfi.
 4. Þú ert Gunnhildur drottning og þolir ekki Egil. Þú þarft að útskýra fyrir hirðinni hvers vegna þú hatar Egil og hvers vegna hann má ekki koma inn í höllina. Þú sendir hirðstjóranum þínum bréf um þetta.
 5.  Þú ert Ásgerður kona Egils og ert nýbúin að missa tvo syni. Þú ert hrædd um líf Egils því hann hefur lokað sig inni í lokrekkjunni sinni (rúminu) og neitar að borða. Þú skrifar Þorgerði dóttur ykkar bréf um þetta og biður hana að koma að tala við föður sinn.
 6. Þú ert dóttir Ármóðs skeggs og segir vinkonu þinni frá heimsókn víkinganna í bréfi.
 7. Þú ert Arinbjörn hersir og þarft að sannfæra Eirík blóðöxi um að þyrma lífi Egils vinar þíns. Þið eruð staddir í Jórvík (12. kafli). Þú sendir Eiríki bréf og reynir að blíðka hann.
 8. Þú ert Egill og ert orðinn áttræður. Þér leiðist og þú saknar víkingalífsins. Skrifaðu hvað þig langar til að gera við silfrið þitt. Kannski langar þig að gera eitthvað fleira til að lífga upp á tilveruna.
 9. Þú ert gamli karlinn Egill og finnst gaman að monta þig af bardögum fortíðarinnar. Þú segir söguna af því þegar þú barðist við Frísi.
 10. Þú ert gamli karlinn Egill og finnst gaman að monta þig af bardögum fortíðarinnar. Þú segir söguna af því þegar þú barðist við Ljót hinn bleika.
 11. Þú ert gamli karlinn Egill og finnst gaman að monta þig af bardögum fortíðarinnar. Þú segir söguna af því þegar þú barðist við Atla hinn skamma.