Ritöld

Á söguöld skrifuðu menn ekki texta, ritmálið samanstóð af rúnum sem höfðu mjög takmarkaða notkun. Þegar Íslendingar urðu kristnir í kringum árið 1000 lærðu þeir að nota stafrófið sem við notum enn í dag. Prestarnir þurftu að geta lesið guðs orð og síðar voru stofnuð klaustur þar sem skrifaðar voru bækur. Þá hófst ritöld á Íslandi. Á ritöld breyttist mjög margt og þá byrjuðu menn að skrifa það sem þurfti að varðveita. Fyrst skrifuðu menn lögin niður og kristilegt efni fyrir kirkjurnar, – og ættfræði því allir vildu vita hverjum þeir voru skyldir. Síðan fóru menn að skrifa sögur. Það gerðist sennilega á 13. öld og þá urðu Íslendingasögurnar til, eins og við þekkjum þær.