Heim 5 Víkingaöld 5 Daglegt líf 5 Fóstbræður

Fóstbræður

Requested file could not be found (error code 404). Verify the file URL specified in the shortcode.

Þegar tveir menn ákváðu að verða fóstbræður þá þurftu þeir að ganga í gegnum ákveðna athöfn. Besta lýsingin á slíkri athöfn er í Gísla sögu Súrssonar. Fyrst ristu menn upp grastorfur og festu þær á spjót þannig að hægt var að ganga undir þær. Síðan rispuðu þeir sig með hnífi eða sverði og létu blóðið drjúpa í moldina undir torfunum þar sem þeir blönduðu því saman við mold. Vinir sem gengu í fóstbræðralag sýndu að þeir voru jafn nánir og bræður. Þeir hétu því að sá sem lengur lifði myndi hefna hins.