Orðstírr

Requested file could not be found (error code 404). Verify the file URL specified in the shortcode.

Víkingarnir hugsuðu stöðugt um orðstírinn, það er að segja hvað öðrum fannst um þá. Þeir vildu vera miklir menn í augum annarra. Sæmdin skipti víkingana ekki bara máli meðan þeir lifðu, þeir vildu umfram allt deyja með sæmd. Í hinu fræga víkingakvæði Hávamálum er þessu viðhorfi lýst svona: „Orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur“. Þetta þýðir: Sá sem hefur hlotið góðan orðstír (mikla sæmd) nýtur þess að eilífu. Menn vildu frekar falla með sæmd í bardaga en að gefast upp, líkt og sagan af Gunnari á Hlíðarenda sýnir í Njálu.