Nokkrar eftirminnilegar konur koma við sögu í Njálu. Allar eru þær sterkar og sjálfstæðar og tilbúnar að taka málin í sínar hendur. Hallgerður langbrók er þekktust þeirra en stundum hefur Hallgerði og Bergþóru verið stillt upp sem andstæðum. Þær eru þó báðar kjarkmiklar og ákveðna og geta verið hvassar. Og báðar taka þær þátt í deilum og hefndum. Hildigunnur er klók kona sem beitir leikrænum tilþrifum til að fá Flosa frænda sinn til að hefna manns hennar. Þrátt fyrir að þessum konum vandlega lýst fá sumar konur í Njálu furðulega litla umfjöllun. Njáll á til dæmis þrjár dætur sem koma svolítið við sögu, samt er aðeins skýrt frá nafni tveggja þeirra, Helgu og Þorgerðar.