Noregur

Tengsl fólksins á Íslandi við fólkið í Noregi virðast hafa verið mikil á víkingaöld – enda var í raun sama þjóðin sem bjó hér í nýja landinu og þar í gamla landinu. Fyrsti hluti Eglu gerist til dæmis í Noregi áður en Skalla-Grímur og Bera, foreldrar Egils, námu land á Íslandi. Nokkrir staðir í Noregi koma oftar við sögu en aðrir í Íslendingasögunum. Víkin var aðsetur konungsins en nú er höfuðborgin Ósló á sama stað. Niðarós var mikilvæg hafnarborg og um skeið höfuðborg Noregs. Síðar fékk borgin nafnið Þrándheimur. Gulaþing var þing í Noregi.