Ritunarverkefni

1. Þú ert nágranni Njáls og góður vinur hans. Þú heyrir menn tala um að það
eigi að brenna bæinn hans og vilt vara hann við. Skrifaðu Njáli bréf og segðu
honum hvað muni að gerast. Þú verður líka að ráðleggja honum hvað hann eigi að
gera.

2. Þú ert Kolskeggur bróðir Gunnars og ert kominn til Noregs eftir að hafa
farið í útlegð. Þú skrifar Gunnari og segir honum hvað þú sért að gera og hvern
þú hefur hitt. Þú lýsir líka áhyggjum þínum af honum því þú veist að hann er í
lífshættu.

3. Þú ert Hallgerður langbrók og Gunnar er nýdáinn. Þú skrifar bestu vinkonu
þinni bréf þar sem þú segir henni frá því sem gerðist. Þú trúir henni fyrir því
hvernig þér líður og hvort þú saknir Gunnars.

4. Þú ert Hildigunnur og ert að velta því fyrir þér hvort þú eigir að giftast
Kára þótt hann hafi drepið Höskuld, manninn þinn. Þú sendir bréf til mömmu
þinnar þar sem þú segir henni hvað þér finnst um þetta, hvernig þér lítist á
Kára og hvort þú saknir Höskuldar.

5. Þú ert draugur Gunnars á Hlíðarenda og kveður vísu þar sem þú segist frekar
vilja deyja en víkja fyrir óvinunum. Þú ert mikil hetja í vísunni. Skrifaðu
vísuna.