Ritunarverkefni

1. Þú ert Guðrún Ósvífursdóttir og orðin gömul. Þú skrifar í dagbókina þína hvað þér finnst um það sem gerðist þegar þú varst yngri. Hvað skrifar þú? Er eitthvað sem þú sérð eftir að hafa gert eða hefðir viljað gera öðruvísi?

2. Þú ert Kjartan og yrkir ljóð til Guðrúnar. Þið eruð bæði ung og ógift þótt Guðrún sé orðin ekkja.

3. Þú ert Hrefna og fréttir að Kjartan sé dáinn. Þú segir bestu vinkonu þinni frá þessu í bréfi og lýsir atburðarásinni frá þínum sjónarhóli.

4. Þú ert Bolli Þorleiksson og ert nýbúinn að drepa Kjartan. Þú ert líka búin að heyra viðbrögð Guðrúnar og ert mjög reiður út í hana. Þú hittir besta vin þinn og segir honum frá þessu öllu.

5. Þú ert Kjartan og ert nýkominn heim frá Noregi. Þú fréttir að Bolli og Guðrún séu orðin hjón. Þú sendir vini þínum í Noregi sms og segir honum frá þessu. Þú hefur 100 stafi með orðabilum til að tjá þig.

6. Þú ert Bolli Bollason og starfar sem lífvörður keisarans í Miklagarði. Þú bloggar um líf þitt. Skrifaðu daglegt blogg fyrir eina viku í lífi Bolla. Hér verðurðu að passa að dagarnir heiti réttum nöfnum, víkingarnir notuðu ekki sömu dagaheiti og við gerum.

7. Þú ert Ólafur pá og þér finnst nóg um allar þessar deilur sem sonur þinn og fóstursonur standa í. Þú reynir að fá þá til að sættast með því að tala við þá báða í einu. Hvað segirðu við Kjartan og Bolla?