Spurningar úr köflum – Laxdæla

Rifjaðu upp söguna um leið og þú svarar þessum spurningum skriflega. Þær reyna á lesskilning, það er hversu vel þú skildir textann sem þú last. Auðvitað reyna þær líka á minnið – og færni þína í að leita að upplýsingum því þú skalt fletta því upp í bókinni sem þú manst ekki. Ef þú svarar spurningum úr hverjum kafla vel og vandlega þá skilurðu söguna í heild betur.

1. kafli

 1. Hver var Ketill flatnefur?
 2. Hvers vegna flýði Ketill frá Noregi?
 3. Hvers vegna vildu synir Ketils fara til Íslands?
 4. Hvert fór Ketill flatnefur í staðinn?
 5. Hver var Unnur djúpúðga?
 6. Hvað er sagt um Ólaf hvíta?
 7. Hvernig dó Þorsteinn rauður?
 8. Hvað lét Unnur smíða í leyni?
 9. Hvar nam Unnur land?
 10. Hvað var að gerast þegar Unnur dó?

2. kafli

 1. Hvað hét konungurinn sem Höskuldur heimsótti?
 2. Hvernig er Jórunni, eiginkonu Höskuldar lýst?
 3. Hvar var kaupstefnan haldin?
 4. Hver var Gilli hinn gerski?
 5. Hvað ætlaði Höskuldur að kaupa af Gilla?
 6. Hvaða ókost sagði Gilli að ambáttin hefði?
 7. Hvað gaf konungur Höskuldi í Noregi?
 8. Hvernig brást Jórunn við því að ambátti flutti inn á heimilið með Höskuldi?
 9. Hvað hét sonur Höskuldar og ambáttarinnar?
 10. Hvernig komst Höskuldur að því að ambáttin var ekki mállaus?
 11. Hver var ambáttin í raun og veru?
 12. Hvert sendi Höskuldur Melkorku og Ólaf eftir að þær Jórunn lentu í átökum?

3. kafli

 1. Hvernig er Ólafi pá lýst?
 2. Hvað gaf Melkorka Ólafi þegar hann sigldi til Írlands?
 3. Til hvers gaf hún honum þessa gripi?
 4. Hvernig brást konungur við þegar hann sá gullhringinn sem Ólafur var með?
 5. Fóstra Melkorku lá í kör af elli og veikindum þegar Ólafur kom. Hvað þýðir þetta?
 6. Hvaða starf fékk Ólafur hjá afa sínum?
 7. Hverju svaraði Ólafur þegar afi hans bauð honum að verða konungur?
 8. Hvað gaf Mýrkjartan Ólafi þegar hann sigldi frá Írlandi?
 9. Eftir þetta sigldi Ólafur til Noregs og hitti konunginn þar. Hvað gaf Noregskonungur honum að skilnaði?
 10. Hvaða konu giftist Ólafur þegar hann kom heim og hvar bjuggu þau?
 11. Hver var Þorleikur?
 12. Á Alþingi bauð Ólafur til erfis eftir Höskuld. Hvað merkir þetta?
 13. Hvað gerði Ólafur til að bæta samskiptin við Þorleik bróður sinn?
 14. Hvaða litlu strákar ólust saman upp í Hjarðarholti?

4. kafli

 1. Hver var Geirmundur gnýr?
 2. Hvers vegna reiddist Þuríður Geirmundi?
 3. Hvað gerði Þuríður þegar Geirmundur sigldi af stað?
 4. Hvernig brást Geirmundur við þegar hann uppgötvaði hvað Þuríður hafði gert
 5. Hverju svaraði Þuríður?
 6. Hvaða álög lagði Geirmundur á sverðið þegar hann sá að hann fengi það ekki til baka?
 7. Hver urðu örlög Geirmundar og Gróu litlu?
 8. Hverjum gaf Þuríður sverðið?

5. kafli

 1. Hvernig er Guðrúnu Ósvífursdóttur lýst? Notið ykkar eigin orðalag.
 2. Hver var Gestur Oddleifsson?
 3. Hvað sagði Gestur að draumar Guðrúnar merktu?
 4. Hvernig var fyrsti draumur Guðrúnar?
 5. Hvernig réð Gestur fyrsta drauminn?
 6. Hvernig var annar draumur Guðrúnar?
 7. Hvernig réð Gestur annan draum hennar?
 8. Hvernig var þriðji draumur Guðrúnar?
 9. Hvernig réð Gestur þriðja drauminn?
 10. Hvernig var fjórði draumur Guðrúnar?
 11. Hvernig réð Gestur fjórða draum Guðrúnar?

6. kafli

 1. Hvað voru ungu mennirnir að skemmta sér við?
 2. Hvað vildi Ólafur pá að Gestur Oddleifsson segði sér?
 3. Hverju svaraði Gestur?
 4. Hvers vegna grét Gestur þegar hann reið á brott?
 5. Hver var Harri og hvernig er honum lýst?
 6. Nóttina eftir að Ólafur lét fella (drepa) Harra dreymdi hann merkilegan draum. Hvað sagði konan í draumnum við Ólaf? Notaðu þín eigin orð.

7. kafli

 1. Hver var fyrsti eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur?
 2. Hvað hét maðurinn sem varð vinur eða kærasti Guðrúnar meðan hún var gift Þorvaldi?
 3. Hver var kona Þórðar?
 4. Hvað ráðlagði Þórður Guðrúnu að gera til að skilja við Þorvald?
 5. Hvað sagði Guðrún við Þórð til að fá hann til að skilja við Auði?
 6. Hvar bjuggu Guðrún og Þórður eftir að þau giftust?
 7. Hvernig hefndi Auður sín?
 8. Hver urðu endalok Þórðar?

8. kafli

 1. Hver var sá eini sem stóð með galdrahjónunum eftir að þau unnu ýmis illvirki?
 2. Hvernig fór fyrir galdrahjónunum?
 3. Hvað varð um Þorleik?
 4. Kjartan Ólafsson var sterkur eins og afi hans. Hver var þessi sterki afi?
 5. Hann hét Egill Skalla-Grímsson.
 6. Hver var næststerkasti maðurinn í sveitinni, sá sem var næstbestur í öllum íþróttum á eftir Kjartani?
 7. Hvert fóru Kjartan og Bolli oft í heimsókn í þessum kafla og hver bjó þar?
 8. Hvers vegna leist Ólafi pá illa á ferðir Kjartans til Lauga? Hvað grunaði Ólaf pá?

9. kafli

 1. Hver seldi Kjartani hálft skipið sitt?
 2. Hvernig brást Guðrún við þegar hún frétti að Kjartan ætlaði burt frá Íslandi?
 3. Hvernig tók Kjartan hugmyndinni um að Guðrún færi með?
 4. Hvernig tók Guðrún hugmyndinni um að hún biði í þrjú ár eftir Kjartani?
 5. Hver var konungur í Noregi þegar Kjartan og Bolli komu þangað?
 6. Hvað boðaði Ólafur Tryggvason?
 7. Í hverju kepptu Kjartan og bæjarmaðurinn?
 8. Hver var þessi bæjarmaður?
 9. Hvað gaf konungurinn Kjartani eftir sundið?

10. kafli

 1. Hvernig leist Íslendingum í Þrándheimi á hina nýju trú?
 2. Hvernig leist Bolla á nýja siðinn? – Athugaðu að siður merkir trú.
 3. Hvað vildi Kjartan gera við kónginn?
 4. Hann vildi brenna kónginn inni.
 5. Hvert fór Kjartan með lið sitt um jólin?
 6. Hvenær voru þeir Kjartan og Bolli skírðir?
 7. Hvernig líkaði hirðmönnum konungs við Kjartan?
 8. Hvaða valkosti bauð konungur Kjartani þegar hann vildi sigla til Englands?
 9. Hvern sendi konungur til Íslands í stað Kjartans?
 10. Hvernig tóku Íslendingar á móti Þangbrandi?
 11. Hvernig brást konungurinn við þegar hann frétti hversu illa gekk hjá Þangbrandi?

11. kafli

 1. Hvers vegna varð Kjartan eftir í Noregi? – Svarið leynist í 10. kafla.
 2. Hvaða kona var orðin vinkona Kjartans?
 3. Hverjum átti Bolli að skila kveðju frá Kjartani?
 4. Með hverjum sigldi Bolli til Íslands?
 5. Hvað sagði Bolli Guðrúnu um Kjartan?
 6. Hvernig brást Guðrún við þessum orðum Bolla?
 7. Hverju svaraði Guðrún fyrst þegar Bolli bað hennar?
 8. Í kaflanum er talað um glæsilega brúðkaupsveislu. Hvaða fólk var að giftast?
 9. Hvað gaf Ingibjörg konungssystir Kjartani að skilnaði?
 10. Hvað er motur? (skoðaðu hliðarefnið á bls. 36 og myndina á bls. 37).
 11. Hvað gaf Ólafur konungur Kjartani að skilnaði?

12. kafli

 1. Hverjir koma heim frá Noregi í upphafi kaflans?
 2. Af hverju sigldu Kjartan og Kálfur saman til Íslands? Rifjið upp 9. kafla.
 3. Hvernig brást Kjartan við þegar hann frétti af brúðkaupi Bolla og Guðrúnar?
 4. Hvernig brást Guðrún við þegar hún frétti að Kjartan væri kominn heim?
 5. Hverju svaraði Bolli þegar Guðrún sakaði hann um að hafa sagt sér ósatt?
 6. Hvaða stúlkur komu í heimsókn til Kjartans og Kálfs?
 7. Hvað buðu Kálfur og Kjartan systrum sínum að gera?
 8. Hvað valdi Hrefna sér úr kistunni?
 9. Hvað sagði Kjartan þegar hann sá Hrefnu með moturinn? Notaðu þín eigin orð til að útskýra hvað hann meinti.

13. kafli

 1. Hverjir skiptust á að halda boð?
 2. Hverjir fóru með þeim í boðin?
 3. Hvað fóru margir menn með Kjartani í boðið að Laugum?
 4. Hvað vildi Bolli gefa Kjartani til að sættast við hann?
 5. Hvernig tók Kjartan gjöfinni?
 6. Hvernig skildust Kjartan og Bolli þegar boðinu lauk?

14. kafli

 1. Hvers vegna brá Guðrúnu þegar Kjartan tilkynnti að Hrefna ætti að sitja í öndvegi?
 2. Hvaða hlut langaði Guðrúnu svona óskaplega til að skoða í Hjarðarholti?
 3. Í veislunni í Hjarðarholti hvarf dýrmætur gripur frá Kjartani. Hvaða gripur var það?
 4. Hvað gerði Ólafur pá þegar hann heyrði að sverðið væri horfið?
 5. Hver reyndist hafa tekið sverðið?
 6. Hvað hafði Þórólfur gert við sverðið?
 7. Næsta boð var haldið að Laugum og þá hvarf uppáhaldsgripur Hrefnu. Hvaða gripur var það?
 8. „Eigi veit ég hvort ég nenni að aka svo höllu fyrir Laugamönnum,“ sagði Kjartan. Hvað merkir þessi setning? Svarið er í hliðarefninu.
 9. Hverju svaraði Bolli þegar Kjartan sakaði hann um að hafa staðið á bak við hvarf hlutanna?
 10. Hvað héldu menn að hefði orðið um moturinn?

15. kafli

 1. Hvað tók Kjartan marga menn með sér til Lauga?
 2. Hvar var salernið að Laugum?
 3. Hvað gerði Kjartan þegar hann kom til Lauga?
 4. Hversu lengi lokaði Kjartan Laugamenn inni?
 5. Hvað fannst Laugamönnum um að vera dreittir inni?
 6. Hverjir voru reiðastir?
 7. Hvernig eru samskipti Laugamanna og Hjarðhyltinga í lok kaflans?

16. kafli

 1. Hvar var landið sem Bolli og Kjartan vildu báðir kaupa?
 2. Hver eignaðist landið?
 3. Hvaða tvo kosti gaf Guðrún Bolla eftir að Kjartan keypti landið sem hann ætlaði að kaupa?
 4. Hverjir voru í fylgd með Kjartani á ferð hans um héraðið?
 5. Hvað sagði Þórhalla málga Laugamönnum?
 6. Hvers vegna fékk Án svarti viðurnefnið hrísmagi?
 7. Hverja eggjaði Guðrún til að ráðast á Kjartan? (Orðalagið að eggja er útskýrt á bls. 49).
 8. Hverju svaraði Guðrún þegar Bolli neitaði að fara með bræðrum hennar gegn Kjartani?
 9. Hvað gerði Bolli þegar hann hafði hlustað á Guðrúnu?
 10. Hverjir voru saman í þessari ferð – og hversu margir?
 11. Hvað voru margir menn í ferð með Kjartani?
 12. Hvar földu bræður Guðrúnar sig með liði sínu?
 13. En hvar var Bolli?

17. kafli

 1. Af hverju drógu Ósvífurssynir Kjartan niður af gilbrúninni?
 2. Hvert fleygði Kjartan spjóti sínu?
 3. Á hvern réðust synir Þórhöllu málgu?
 4. Á hverja réðust Ósvífurssynir (bræður Guðrúnar)?
 5. Á hverja réðist Bolli í upphafi bardagans? (Þessi er lúmsk, skoðaðu vel hvað Bolli gerði í byrjun).
 6. Hvað gerði Kjartan til að rétta sverðið sitt þegar það beyglaðist?
 7. Hvaða sverð var Bolli með?
 8. Hverjir hvöttu Bolla til að taka þátt í bardaganum?
 9. Hvernig lauk bardaganum?
 10. Hvernig tók Guðrún fréttunum af dauða Kjartans?

18. kafli

 1. Hvernig lauk ævi Hrefnu?
 2. Hver kom í veg fyrir að bræður Kjartans réðust á Bolla?
 3. Á hverja réðust Ólafssynir þá?
 4. Hvernig lýkur sögu Ósvífurssona?
 5. Hver tók við bænum Hjarðarholti þegar Ólafur dó?
 6. Hvert fluttu Bolli og Guðrún?
 7. Hvað hét sonur Bolla og Guðrúnar sem fæddist í Tungu?
 8. Hver eggjaði Ólafssyni til að hefna Kjartans?
 9. Hvað voru margir í liðinu sem réðst á Bolla og hverjir voru það?
 10. Hvar voru Bolli og Guðrún þegar lið Ólafsson fann þau?
 11. Hvað fór Guðrún að gera þegar árásarliðið kom?
 12. Hver féll fyrstur í bardaganum?
 13. Hvað gerði Helgi Harðbeinsson?
 14. Hver drap Bolla að lokum?

19. kafli

 1. Hvert flutti Guðrún?
 2. Hver bjó þar áður?
 3. Hver fæddist að Húsafelli?
 4. Hvað voru bræðurnir Bolli og Þorleikur gamlir þegar Guðrún eggjaði þá til að hefna föður síns?
 5. Hvað sýndi Guðrún sonum sínum til að fá þá til að hefna?
 6. Á hvern réðust bræðurnir?
 7. Hvernig lauk ættardeilunum?
 8. Hvað gáfu Ólafssynir (bræður Kjartans) Bolla og Þorleiki auk bótanna?
 9. Hver sagði Ólafur Haraldsson Noregskonungur að væri merkilegasti maður sem komið hefði frá Íslandi um hans daga?
 10. Hvað var Bolli Bollason kallaður eftir að hann kom heim til Íslands?

20. kafli

 1. Hverjum giftist Guðrún?
 2. Hvað hét sonur Guðrúnar og Þorkels?
 3. Hvað gaf Ólafur konungur Gelli og Þorkatli?
 4. Hann gaf þeim timbur til að byggja kirkju.
 5. Hvernig endaði ævi Þorkels?
 6. Hvað var Gellir gamall þegar hann tók við búinu að Helgafelli?
 7. Hvers konar hús lét Guðrún reisa að Helgafelli?
 8. Að hverju spurði Bolli Bollason móður sína?
 9. Hverju svaraði Guðrún þegar Bolli bað hana um nákvæmt svar?
 10. Hvern heldur þú að Guðrún hafi elskað mest? (Mundu að rökstyðja svarið).