Höfundar Íslendingasagnanna eru allir óþekktir og það gerir sögurnar ennþá meira spennandi. Enginn veit hver skrifaði þær eða hvort sami maðurinn skrifaði margar sögur. Sumir hafa þó reynt að tengja einstaka sögur við þekkta höfunda á miðöldum, til dæmis Snorra Sturluson eða Ólaf Þórðarson, frænda hans. Aðrir hafa tengt sögur við ákveðna bæi á landinu eða tiltekin klaustur því vitað er að munkar unnu mikið að ritstörfum.