Heim 5 Víkingaöld 5 Uppruni víkinga

Uppruni víkinga

Requested file could not be found (error code 404). Verify the file URL specified in the shortcode.

Víkingarnir komu frá Norðurlöndunum og þeir kölluðu sig sjálfir norræna eða danska sem merkti norrænn. Sumir víkingar eru mjög frægir enn í dag, sérstaklega þeir sem könnuðu ný lönd. Þess vegna er stundum deilt um það hvaðan þeir í raun og veru voru. Eiríkur rauði var fæddur í Noregi en flutti ungur til Íslands. Þaðan sigldi hann og fann Grænland. Sonur hans, Leifur heppni, var fæddur á Íslandi og sigldi þaðan til Ameríku. Venjan hérlendis hefur verið að kalla þá báða Íslendinga. Venjulega segjum við líka að Leifur hafi fundið Ameríku þótt Grænland sé í heimsálfunni Ameríku og pabbi hans hafi komið þangað á undan honum. Svo má heldur ekki gleyma því að fjöldinn allur af indíánum bjó í Ameríku þegar Leifur steig þar á land. Réttast væri að segja að Leifur hafi fyrstur Evrópumanna komið til meginlands Ameríku. Hér er vefur um Leif heppna og ferðir hans.