Requested file could not be found (error code 404). Verify the file URL specified in the shortcode.
Flestar hetjur Íslendingasagnanna eru heiðnar en þó eru nokkrar kristnar. Njála gerist til dæmis í kringum kristnitökuna árið 1000. Helsta hetjan í fyrri hluta Njálu, Gunnar á Hlíðarenda, er heiðin en í síðari hluta Njálu eru margir orðnir kristnir, meðal annarra besti vinur Gunnars, Njáll á Bergþórshvoli. Svo má ekki gleyma því að höfundar Íslendingasagnanna voru kristnir, hverjir sem þeir voru. Þegar sögurnar voru skrifaðar höfðu Íslendingar verið kristnir í nærri 300 ár. Mörgum finnst því svolítið kristilegur blær á sumum sögunum, til dæmis Njálu.