Hrefna Ásgeirsdóttir

Hrefna er fríð kona og vinsæl og nýtur mikillar virðingar í Hjarðarholti eftir að hún giftist Kjartani Ólafssyni. Hún eignast þá merkan grip, moturinn sem Kjartan fékk frá systur kóngsins í Noregi. Hrefna mætir öfund og afbrýðissemi eftir að hún eignast bæði Kjartan og moturinn. Hún virðist elska Kjartan af heilum hug enda lifir hún stutt eftir að hann er drepinn og sagt er að hún hafi sprungið af harmi.