Bolli Þorleiksson

Bolli er glæsilegur maður, sterkur og fríður, öflugur íþróttamaður og kröftugur bardagamaður. Hann er kurteislegur sem merkir riddaralegur og mikill skartsmaður – eða áhugamaður um skraut og föt – eins og riddararnir voru gjarnan. Bolli er samt ekki fullkominn, hann er einungis næstbestur í öllu í sveitinni, hann er næstfallegastur, næstbestur að berjast og næstbestur í íþróttum. Bestur er Kjartan frændi hans og fóstbróðir.