Kári Sölmundarson

Kári Sölmundarson er mesta hetja Njálu eftir að Gunnar á Hlíðarenda fellur. Hann er riddaralegur og glæsilegur og hefur gaman að því að klæðast fallegum fötum. Yfirleitt gengur hann í silkitreyju, með gylltan hjálm á höfði og skjöld með ljónsmynd á. Kári er flinkur bardagamaður, hugrakkur og djarfur. Það er Kári sem bindur endahnútinn á Njálu bæði með hefndum og sáttum. Hann er gæfumaður sem merkir að hann hefur gæfuna (heppnina) með sér og sleppur þess vegna lifandi úr öllum átökum.