Gunnar á Hlíðarenda

Gunnar á Hlíðarenda hefur löngum verið ein vinsælasta hetja Íslendingasagnanna. Hann er hin fullkomna hetja að fornum hætti, myndarlegur og flinkur að berjast og passar sig að líta alltaf hetjulega út með því að klæðast dýrum og flottum fötum og  bera glæsileg vopn. Hann á til dæmis óvenjuleg vopn eins og boga og atgeir. Gunnar lendir í deilum sem leiða til margra bardaga og að lokum þarf hann að berjast fyrir lífi sínu. Auðvitað fellur hann með sæmd í lokabardaganum, annars væri hann ekki fullkomin miðaldahetja.