Flosi

Flosi eða brennu-Flosi eins og hann er stundum kallaður er frændi Hildigunnar, konu Höskuldar. Hann hefnir fyrir víg Höskuldar þótt hann viti að það muni leiða til ills. og stjórnar því að kveikt er í Bergþórshvoli. Það er samt Flosi sem tekur á móti Kára í sögulok og sættist við hann.