Frísland

Frísland var við Norðursjó og náði yfir landsvæði sem nú eru hluti af Norður-Hollandi og Norðvestur-Þýskalandi, suður af Danmörku. Frísir voru einhverjir mestu verslunarmenn Evrópu. Þeir keyptu skinn, timbur, hunang, járn, raf og þræla af víkingum en seldu þeim vefnaðarvöru, gler, vín, vopn og skartgripi. Frísir urðu líka oft fyrir árásum víkinga, til dæmis fór Egill Skalla-Grímsson tvisvar í víking til Frísland.