Heim 5 Bækurnar 5 Hvar gerast Íslendingasögurnar?

Hvar gerast Íslendingasögurnar?

Requested file could not be found (error code 404). Verify the file URL specified in the shortcode.

Íslendingasögurnar eru milli 40 og 50 og ef til vill voru þær fleiri á miðöldum. Sögusvið þeirra nær um allt Ísland og til víkingabyggða erlendis – til dæmis í Noregi og á Bretlandseyjum. Sumar sögur teygja sig víða um landið enda var fólk duglegt að ferðast á víkingaöld, bæði siglandi og ríðandi. Flestir bæir og þorp á Íslandi geta því tengt sig við einhverja Íslendingasögu. Flestar Íslendingasögurnar gerast á Vesturlandi en dæmi um það eru sögurnar Laxdæla, Egla og Eyrbyggja. Gísla saga Súrssonar gerist á Vestfjörðum. Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi. Grettis saga gerist á Norðurlandi en Njála gerist á Suðurlandi.