Sköpun

  1. Egill verður mikill vinur Aðalsteins Englakonungs. Haldið þið að íslenskur bóndi ætti ætti jafnauðvelt með að vingast við enska þjóðhöfðingjann núna? Skrifaðu stuttan leikþátt um íslenskan bónda sem bankar upp á í Buckingham höll og segjist vilja tala við kónginn eða drottninguna. Fáðu vini þína til að leika leikþáttinn með þér.
  2. Skoðaðu lýsingar á búnaði Egils og Þórólfs neðst á bls. 26 og efst á bls. 27. Teiknaðu mynd af bræðrunum með vopn sín.
  3. Á bls. 27 er sagt frá Valhöll, höll Óðins. Valhöll var eins og himnaríki fyrir víkinga. Þar var stöðugt barist og þar voru endalausar veislur en þetta tvennt fannst víkingunum skemmtilegast af öllu. Myndin á bls. 27 er eldgömul og sýnir hvernig listamaður á miðöldum hefur ímyndað sér Valhöll. En hvernig ímyndar þú þér hana? Teiknaðu Valhöll.