Sköpun

Rafið sem víkingarnir fengu á Kúrlandi var mikið notað í skartgripi. Raf er í raun ævaforn, storknuð trjákvoða. Það er appelsínugult og hálfgegnsætt og líkist einna helst harðri karamellu eða kandís. Prófið að hanna víkingaskartgripi úr heimatilbúnu rafi. Þið getið notað kandís, karmellur og leir – eða annað sem ykkur dettur í hug. Munið að bæði karlar og konur notuðu skartgripi á þessum tíma.