- Silfur Egils hefur aldrei fundist og ekki heldur silfur Skalla-Gríms. Búið til fjársjóðskort fyrir þá sem ætla að leita að silfrinu, annað hvort silfri Egils eða silfri Skalla-Gríms. Kortið verður að sýna hvar á landinu silfrið var líklega falið.
- Ímyndið ykkur að fundist hafi bréf sem gamli karlinn Egill skrifaði rétt áður en hann dó. Þar segir hann hvers vegna hann ætlar að fela silfrið sitt. Skrifið þetta bréf.
- Ímyndið ykkur að silfur Egils hafi fundist. Skrifið frétt um það – þetta er auðvitað aðalfrétt fréttatímans í kvöld. Þið þurfið líka að lesa fréttina og taka viðtal við þann sem fann silfrið.