Hvað ef – verkefni

Notaðu bæði ímyndunaraflið og þekkingu þína á sögunni. Hvernig hefði Laxdæla orðið ef þetta hefði gerst …

1. Ef Ólafur pá hefði orðið konungur á Írlandi?

2. Ef Þuríður Ólafsdóttir hefði skilað sverðinu Fótbít og tekið barnið sitt til baka?

3. Ef Þórður eiginmaður Guðrúnar hefði lifað?

4. Ef Kjartan hefði kvænst systur kóngsins í Noregi?

5. Ef Kjartan hefði drukknað í kappsundinu við Ólaf konung Tryggvason?

6. Ef Bolli hefði drukknað á leiðinni til Íslands?

7. Ef Kjartan hefði tekið við sáttagjöfinni frá Bolla, hestunum fjórum?

8. Ef Bolli hefði náð að vara Kjartan við á gilsbrúninni?

9. Ef Kjartan hefði haft sverðið Konungsnaut í bardaganum við Bolla?

10. Ef Kjartan, Bolli og Guðrún hefðu ekki setið í lauginni í Sælingsdal árið 999 heldur síðastliðið sumar?