Skrýtnir draumar

Dreymdi alveg svakalega skrýtna drauma sem ég get ekki losnað við úr kollinum. Þetta voru fjórir draumar og alltaf var ég að týna einhverju í þeim. Skil þetta ekki, ég sem er svo skipulögð og fundvís. Kann einhver að ráða drauma?