Sögutími Njálu

Njála gerist á löngum tíma en meginatburðir hennar eiga sér stað á síðustu áratugum 10. aldar. Við getum ráðið það af því að þegar Gunnar deyr er hann heygður að fornum sið eins og víkingur en síðar kemur Njáll að kristnitökunni á Alþingi um árið 1000.