Hefndir og heiður

Njála fjallar eins og aðrar Íslendingasögur um hefndarskylduna og heiðurinn sem víkingunum var svo annt um. Saga og fall Gunnars sýna vel hetjuhugsjónina og hefndarskylduna sem allt samfélagið snerist um. Hegðun Flosa sýnir líka vel hversu bundnir menn voru af hefndarskyldunni. Hann reiðist því að vera hvattur til að hefna en fer engu að síður með 100 manna lið og kveikir í Bergþórshvoli. Njála sýnir líka vel hversu mikilvægt var að ná sáttum og ljúka málunum. Hér eru sættirnar innsiglaðar með hjónabandi eins og algengt var.